Fólkið sem er með hendina á glasinu hreyfir glasið. Þótt það viti ekki af því, þetta hefur verið rannsakað og kallast “idiomotor effect”. Þetta virkar á sömu forsendum og krystallar, vatnaprik og aðrir svipaðir hlutir. Pínulitlar ósjálfráðar hreyfingar eru magnaðar upp og túlkaðar eins og það sé eitthvað yfirnáttúrulegt.
Þess má geta að andaglasið “virkar” alveg fullkomlega þótt þátttakendur séu með bundið fyrir augun, en þá koma engin skilaboð heldur bara eitthvað rugl, nema fólkið viti alveg hvar allir stafirnir eru.
Það var gert í einni tilraun, að eftir eitt törn með ekkert fyrir augunum, þá var bundið fyrir augun á þátttakendum, en svo var borðinu snúið án þess að þeir vissu af því, en samt reyndu þátttakendur að hitta á stafina þar sem þeir héldu að þeir væru, sem var svo bara út og suður og þar sem voru engir stafir eða allt aðrir stafir. Maður hefði haldið að andinn myndi alveg sjá ef maður sneri borðinu. Þvílík steypa.