óperan sem ég syng
mig er alltaf að dreyma að ég sé að syngja óperu en þó aldrei ein. Ég er alltaf með vinnufélögum eða kunningjum (alltaf kvk). Mér líður svo vel í þessum draumum og það er svooo gaman og við syngjum alltaf sömu óperuna, La Traviata. Þetta gerist við öll tækifæri í draumunum. Einfaldlega í stað þess að tala, syng ég. Hvað í veröldinni getur þetta þýtt? Það eina sem ég tengi sjálfa mig við óperu er að mamma var að læra söng þegar hún gekk með mig og alveg þangað til ég var 16 (alltaf eitthvað gaul) og svo finnst mér einfaldlega góð sópransöngkona með því fallegra sem ég heyri. Samband okkar mömmu er stórgott þannig er ég að reyna að fegra sjálfa mig innan frá? Það er það eina sem mér dettur í hug…<br><br>“minningar eru ofmetnar”