Mig sem sagt dreymdi þennann frekar truflandi draum og var að pæla, bara svona vegna forvitni hvort einhver hér gæti útskýrt hann eitthvað fyrir mér?

Ég sem sagt stend inni í baðhherbergi og stari í spegilinn og allt er í einhvernveginn misdökkum grænum litum sem gefa smá neðansjávarfíling (venjulega er baðherbergið allt hvítt).
Svo var undirspil sem var bara þvílík ambience tólnist, alltaf bara einhverjar tvær nótur eða svo sem hækkuðu/lækkuðu alltaf eitthvað smá með þvílíkum flanger og fleiri effektum á.
Svo tók ég upp hníf, og skar mig báðum megin alveg bara frá þar sem lófin byrjar og upp að olnboga.
Svo bara starði ég í speglinum á mér blæða, alveg beint niður handleginn geðveikt snyrtilegur blóðtaumur…og svo bara dett ég niður og stari á handleggina á mér í staðinn fyrir spegilinn þar sem ég get ekki lengur séð hann og inn um baðherbergisgluggann (pínkulítill, nógu hátt uppi til að enginn sé að horfa inn…) skein eitthvað geðveikt truflandi og skært ljós sem hafði engu að síður þau áhrif að það myrkti til í herberginu….svo bara að lokum blæddi mér út og vaknaði.

Er þetta eitthvað drukknunar tengt eða álíka, út af neðansjávarfílingnum?
Ég er annars bara að giska út í loftið og er ekkert að fara að breyta eitthvað lífstíl mínum í takt við draumatúlkun en mér bara finndist gaman að sjá hvort einhver gæti túlkað eitthvað áhugavert úr þessu.