Biblían er gríðarlega massív heimild um ferðir þjóðana, lífshætti og menningu manna í palestínu og gefur gríðarlega heilsteypta innsýn inn í heim Gyðinga í palestínu í kringum árið 0.
ættfræðin og þessi yfirþyrmandi viska af nánasta umheimi finnst mér vera það mest ótrúverðugasta við þessi rit.
Að sjálfsögðu er besta heimildinn um Jesú biblían. En besta heimildinn um biblíuna getur að sjálfsögðu ekki verið hún sjálf. Til að vita um Jesú les maður biblíuna, til að vita um biblíuna þá les maður um umgjörð hennar frá nálægum sagnariturum þess tíma borna saman við sagnfræðilegar heimildir og svo að lokum biblíuna sjálfa.
Ef þessi umgjörð stemmir og “staðfestir” sanngildi biblíunar, þá getur maður rýnt í hana fyrir heimildir.
Annars er erfitt fyrir menn á grikklandi og á ítalíu (til að nefna dæmi) að skrifa annað um Jesú en nákvæmlega bara “í Ísrael eru Gyðingar, þeir dýrka krist”. aðalega vegna þess að þeir eru of fjarri þessum heimi. heimildir þeirra yrðu hvort eð er aðeins byggðar á hear-say upplýsingum sem fáir metnaðarfullir sagnaritarar taka gildar.
Einnig er ekki hægt að ganga út frá því að sagnaritarar (t.d. rómverja) sýni einhvern meiri áhuga á palestínu heldur en hverju öðru ríki sem þeir höfði innlimað.
“Hér búa, X, þeir trúa á X”. aðeins hlutir sem varpa mikilli menningarbyltingu á svæðunum hafa einhver áhrif á skrif þeirra myndi ég halda. “svo virðist sem hérað X þar sem þjóð X býr, trúir nú á X í stað X”
Ekki er að finna díteilaðar frásagnir um trúarbrögð annara heiðingja í rómverskum ritum svo ég viti til.
En ég verð nú að gera athugasemd við það að mér hefur fundist sérstaklega staðfræði nýja testamentsins til fyrirmyndar, sérstaklega miðað við tíma.
Ath. að rithöfundar Guðspjallana voru ekki menntamenn eða “staðfræðingar” þrátt fyrir það. Heldur mestmegnis verkamenn, svosem sjómenn.