Before you critisize someone, you should walk a mile in their shoes. Then, when you critisize them, you are a mile away and you have their shoes!
Draugur ?
Um daginn vorum ég og vinkona mín heima hjá henni. Hún var nýflutt í götuna og ég hafði búið þarna í götunni nokkur ár áður en hún flutti. Hún og fjölskyldan hennar fluttu í hús sem að ekkjumaður hafði flutt útúr. Konan hans sem var með krabbamein dó í baðkarinu í þessu húsi. Alltaf þegar ég kem inní það fæ ég soldinn hroll og finnst eins og einhver sé að fylgjast með mér. En þarna um daginn þegar við vorum heima hjá henni vorum við bara uppi í herbergi að tala saman. Svo allt í einu heyrðum við dyr skellast aftur. En við vorum einar heima svo að við urðum svolítið hræædar og fórum niður. En þar var enginn. Svo þegar við ætluðum aftur upp í herbergi sýndist mér ég sá konu sitjandi í sófanum. Svo þegar ég leit aftur á sófann var konan horfin. ég veit ekki hvort að ég var bara í einhverju panikkasti útaf hurðinni eða hvort að konan sem dó í þessu húsi sé þar enn.