dauður hundur!
Mig dreymdir fyrir 2 dögum að ég væri á gamla sveitabænum hennar ömmu. Við vorum að vinna með einhverja vél sem ég sá aldrei almennilega en ég leit inní fjárhús og ég sá að hausinn á Gretti, gamla hundinum hennar ömmu. Hurðin sem ég sá hann í var tvískipt, uppi var hleri og niðri var líka hleri. efri hlerinn hvar opinn og Grettir stökk út og til mín. Ég man að það glaðnaði yfir mér og ég kraup niður og klóraði honum á maganum og fyrir aftan eyrun en síðan stendur hann upp og hoppar aftur inn í fjárhús. Ég elti hann inn og hann stoppar hjá hálfveggnum og sest í heyið og lýtur niður. Ég kem til hans og byrja að grafa í heyinu og þegar ég hef grafið í smá stund finn ég hundsbeinagrind og þegar ég lýt aftur upp þá er Grettir horfinn. Veit einhver hvað þetta meinar? Þessi draumur þarf kannski ekki að merkja neitt en mér fannst ég þurfa að skrifa hann! =S