Ég mæli með að kíkja í bókina “Látum steinana tala” eftir Guðrúnu G. Bergmann. Þar segir hún frá steinum yfir höfuð, pendúlum, hvaða steinar tengjast hvaða orkustöðum og talar um heilunarlagnir með steinum.
Ég myndi finna steina sem tengjast orkustöðvunum, leggja þá á stöðvarnar á manneskjunni sem þú ert að vinna með. Sniðugt er að setja quartz kristal á milli sem virkar sem einhversskonar tengsl á milli hinna stöðvanna og skapar gott flæði í orkunni.
Þú þarft ekki alltaf að nota sömu steina fyrir orkustöðvarnar, og t.d. er sniðugt að finna steina eftir manneskjunni sem þú vinnur með. Auðvitað þarftu að sjá til þess að steinarnir passi á orkustöðvarnar, en t.d. gætirðu notað meiri róandi steina á einhvern sem þarf á því að halda og meiri orkugefandi steina á einhvern sem þarf á því að halda.
Ég hef lengi vel notað steina í daglegu lífi, en hef nýlega farið að nota þá í orkustöðva heilun og þú mátt alveg senda mér einkaskilaboð ef þú vilt ræða þessi mál eitthvað frekar :)