Ég er nýkomin af fyrirlestri hjá manni sem ég man reyndar ekki hvað heitir, en hann er skólastjóri Sálarrannsóknaskólans, og formaður Sálarrannsóknafélags Íslands.
Fyrirlesturinn snérist um lífið eftir dauðann. Mikið var talað um líkamningar, en það er þegar miðill ælir einhverju sem kallast útfrymi, og myndar með því einhverja dána manneskju sem er hægt að tala við og svoleiðis.
Nú þætti mér gaman að vita hver skoðun ykkar er á þessu, trúið þið þessu?