Til þess að svara spurningunni þinni, sem mér sýnist enginn hafa gert hingað til.
Nei, maður heldur ekki að maður hafi dreymt framtíðina þegar maður fær Deja Vú. Það er hins vegar alveg til, en heitir berdreymni. Deja Vú er þegar þú ert að upplifa hluti, sjá og heyra, og þú færð þá sterku tilfinningu að þetta hafir þú gert/séð/heyrt/sagt áður.
Það eru til kenningar um það að þetta sé galli í heilanum eins og sumir hafa sagt hér. Bæði sú kenning með skammtíma- og langtímaminnið og sú að það sé villa í skilaboðum frá augum til heila og þú færð þau í raun tvisvar en sérð það bara einu sinni, þannig þér líður eins og þetta hafi gerst áður.
Þessar kenningar hafa hins vegar ekki verið sannaðar og hvorugar útskýra það að sumt fólk finnst það hafa heyrt og gert sömu hlutina, þessar eiga bara við það sem við sjáum.
Ástæðan fyrir því að fólki finnst þetta ennþá dulrænt og spooky er einfaldlega sú að það er ekki búið að útskýra þetta með neinum sönnunum ennþá og þess vegna finnst fólki þetta svona skrýtið.