hmmm já hér er einn draumur sem mig dreymdi um daginn. Og hann var svo raunverulegur a ég vaknaði hágrátandi.
Mig dreymdi að ég hefði verið búin að gefa frá mér son minn en held bara tímabundið. Var á leiðinni heim til Fósturheimilis hans, og svo er ég þar og er að tala við hann og hann er voða ánægður og sýnir mér herbergið sitt. Og þar eru munir hangandi sem ég og mín fjölskylda hefur gefið honum til minja um okkur. Og eg er að tala við konuna, og er að spyrja hvort ég megi ekki fá að heimsækja hann reglulega og er grátandi og þá vaknaði ég.
Þetta var svo raunverulegt og mér leið svo illa allan daginn að það er ótrúlegt. Einhver sem gæti sagt eitthvað um þetta??
kv. spotta