Ég ákvað að breyta flestum nöfnunum í draumnum.
Alla vega, here it goes:
Ég var ein að keyra, var að verða bensínlaus. Stoppaði í Borgarnesi til að taka bensín, nema að bensínstöðin var á öðrum stað og leit út eins og Shell á Egilsstöðum. Fyrverandi kærasti minn Árni(vorum saman fyrir 2 árum) var að dæla bensín á hinni dælunni, ég hafði ekki heyrt í honum í meira en ár þannig við fórum að tala saman, agalega nice að tala við hann. Við spjölluðum meðan við dældum bensíninu og hann bauð mér svo að koma heim til hans, bara tala saman for old times sake. Jújú ég fer heim til hans, við tölum og tölum. Mjög djúpar samræður sem ég man ekki um hvað snérust, en voru djúpar. Hann spurði mig hvort ég væri með einhverjum, ég segi nei og segi honum frá fyrverandi kærasta mínum Pétri. Ég spyr Árna ekkert frekar útí hann og hans kvennamál, hafði heyrt frá fólki að hann væri í sambandi og væri búinn að kaupa sér íbúð (en við vorum ekki þar, við vorum heima hjá foreldrum hans) Við höldum áfram að tala, og hann segir mér frá kærustuinni sinni, þau voru hætt saman, á endanum kyssumst við, sofum saman. Veit þetta hljómar rosalega klisjulega en samt var þetta nú þannig að þetta var svo rangt en samt svo rétt hehe. En ég rauk út. labbaði niður stigaganginn og á neðstu hæðiinni var hurð að íbúð og var blað sem á stóð “til sölu, 63 milljónir”
og þá var þetta íbúðin hans Árna.
Jæja ég fór til vinkvenna minna, þær höfðu leigt skóla? WHAAT… alla vega þetta var gamli skólinn minn, sem ég átti nú ekkert of gott í á mínum æskuárum. þar sem fatahengið er þar er svona múrsteinalengja-thingy, svona til að sitja á þegar maður klæðir sig í skóna og svoleiðis. Það voru aðeins 2 rúm í skólanum, Regza á einu og Fjóla á hinu. Mér fannst nú alveg sjálfsagt að þær fengju ru´min því þær voru jú að borga fyrir leiguna. Þær segja “já, þú getur sofið á steinunum” og ég var nú aldieilis ekki sátt með það, og fór í stigann sem liggur að bókasafninu og fæ mér sæng og kodda og kem mér fyrir og sef bara MJÖÖÖÖG vel. Var voðalega einblýnt á hvað ég hafi sofið vel þrátt fyrir ða sofa í stiga, meðan eg var sofandi þá hafði Gunna sem var eitt sinn vinkona okkar, fjólu og regzu komið og ætlað að gista. Gunna hefur ekki verið góð vinkona síðustu mánuðina. Hún kom með sína prinsessu stæla og sagðist ætla að fá gistingu og fá rúm, ekkert annað kæmi til mála. Stelpurnar voru nú svolítið fúlar þarsem þær höfðu borgað fyrir skólann og Gunna ekki þá var auðvitað sjáfsagt að Fjóla og Regza fengju rúmin. og benntu gunnu á að ég væri steinsofandi í stiga, þannig hún ætti ekki að væla.
Daginn eftir vaknaði ég eftir þennan æðislega svefn, var ekkert ánægð samt. Ég leit á símann minn og hafði ekkert sms fengið frá Árna, ég hafði sent honum sms kvöldið áður og sagt honum að ég hefði verið boðið að sofa á stein yfir nóttina og vildi fá rúm og spurði hvort ég mætti gista hjá honum. Þannig ég sendi honum sms aftur, og segi honum að ég væri svolítið fúl útí hann, mér finndist bara eins og hann hafi verið að nota mig, hitt mig, talað mig til og sofið hjá mér og ekkert meira.
Enn fékk ég ekkert sms frá Árna. Svo stuttu síðar hringir hann í mig alveg miður sín yfir að ég hefði haldið að hann væri að nota mig. Síminn hans hefði orðið batterislaus og hann sagði “ég mundi aldrei nota þig, ég er ekki þannig, ég bara gæti aldrei notað þig” með voðalega elskulegri röddu.
Jæja, hafið þið ekki einhverjar ráðningar um þetta?
Ofurhugi og ofurmamma