Þegar fólk vaknar skyndilega úr djúpsvefni á það á hættu að “ganga í svefni”. Þar sem að ungt fólk og börn ná lengri djúpsvefni en eldra fólk eru meiri líkur á því að það komist í þetta ástand…þess vegna eru margir sem heyra margar sögur af svefngöngum sínum sem barn en virðast hættir því í seinni tíð.
Að “ganga í svefni” er hreinlega þegar að fólk hrekkur úr djúpsvefni í mjög grunnan svefn og á það oft til að framkvæma hluti sem það ætti aðeins að geta gert glaðvakandi, t.d. að ganga.
það sem mér finnst töff við þetta að allt að 20% fólks gengur af og til í svefni eða gerði það sem barn, og þetta er ástand þar sem þú ert ekki með meðvitund, en ert þó með opin augun og skynjar umhverfi þitt. Fólk sem er að ganga í svefni er mun sljórra en vakandi einstaklingar, auk þess sem það er erfitt að halda uppi samræðum við þá, eða að fá svo mikið sem svör við spurningum… en samt sem áður skynjar það umhverfi og áreiti (oftast) og er með, eins og áður segir, augun opin.
Ástæðan fyrir að þetta er oft í gegnum drauma er væntanlega sú að þegar þú hrekkur úr djúpsvefni í REM svefn (rapid eye movement) byrjarðu að ganga í svefni…en djúpsvefn er draumlaus og rólegur…það er þegar maður kemst í lausara ástandið sem mann dreymir…þannig á þetta sjálfsagt samleið.
Vona að þetta hafi verið svörin sem þú leitar að :)
'The entire Fleet knows that this man tried to stab me through the neck. And you missed! Butterfingers!'