ég hef tvisvar séð drauga. síðast fyrir svona 2 1/2 síðan. ég var að sofna, slökkti á sjónvarpinu, fór á klóstið, lagðist upp í rúm og búmm! ég gat ekki hreyft mig. þá tók ég eftir að það stóð frekar hávaxinn maður við rúmgaflinn minn (til fóta). hann hvarf eftir svona 5-6 sek og þá hringlaði í draslinu sem maður krækir gluggan fastan með (það var laust). ég var samt ekki hræddur og mér fannst það furðulegast. báðar eldri systur mínar og mamma hafa líka lent í honum (hann hefur ekkert látið á sér kræla í u.þ.b. 2 ár). Elsta systir mín lenti í því að hún lá inni í rúmi….og það fór einhver að strjúka á henni bakið!
hin systir mín átti fugla og geymdi þá alltaf í næsta herbergi við sig. einu sinni sá hún gaurinn í einu horni herbergisins síns frekar seint um kvöld. 5-6 sek síðar fór hann og þá fóru fuglarnir að skræka eins og heimsendir hefði skollið á (þetta voru sérstaklega hljóðlátir fuglar, sérstaklega eftir myrkur). hún lenti nokkrum sinnum í þessu, en hún fattaði að ef hún tók einn af köttunum okkar með sér að sofa þá gerðist aldrei neitt!
…bara að segja ykkur frá því…