Þetta segja allir!
Er þá ekki möguleiki á að það sé rétt?
Ahahaha, þú hlýtur að vera að grínast, og ef svo væri, helduru að einhver myndi trúa honum ? hvað þá heil þjóð og fleiri ?
Kannski best að taka það fram
aftur að flest ef ekki allt sem að ég skrifa í þessum þræði er ekki í samræmi við mínar skoðanir.
Tja, þú ættir að geta svarað því sjálfur… Hversu mörg prósent af mannfólkinu er kristið?
1. Þá var það Jesú sem átti að hafa gert þetta
Ég veit vel að Jesú hafi átt að gera þetta. Hann gat breytt vatni í vín og læknað sjúka, það er allveg jafn líklegt að hann hafi getað labbað á vatni. (Og það er mikið af fólki sem eru sannfærð um það að hann hafi getað labbað á vatni)
2. og svo finnst mér þú koma með of einföld svör (ef þú skilur), kraftaverk, og einhverjir hæfileikar sem fólk trúir að Jesús hafi, eru ekki svarið við öllu sko.
Enda er ég líka að reyna að setja mig í spor bókstafstrúarfólks sem að tekur þátt í umræðum eins og þessari.
ég held að vísindin hafi allavegana réttara fyrir sér en ein (heimskuleg, að mínu mati) trú.
Og fullt af fólki finnst trúin miklu réttari heldur en vísindi og hvað er hægt að gera í því? Sennilega ekki neitt.
Já, einhvað heyrt á það minnst.
Af hverju tókstu það þá ekki fram þegar að þú taldir upp einu leiðinar til að endurlífga fólk? Þetta kemur málinu svo sem ekkert við en jæja :)
Ég myndi líklega hlægja ef einhver er svo heimskur að halda að guð geti svarað sér. En ef svarið væri já og nei við sienna, þá myndi ég segja Nákvæmnlega, því hann getur ekki svarað, enda ekki til.
Af hverju þarf það að vera heimska? Gæti það ekki einfaldlega verið geðveiki? Það er nú ekkert voða fallegt að hlægja að geðsjúkum manni. Svo gæti guð auðvitað verið til.
Hvernig myndiru bregðast við ef að einhver manneskja færi bara að hlægja á móti af því að henni fyndist þú vera svo vitlaus að halda því fram að guð væri ekki til?
Svo líka það, ef að hjartahnoð gæti verið nóg til að lífga fólk við, hvernig útskýriru þá þegar Jesús var að gefa blindu fólki sjón? og heyrnalausu fólki heyrn ? og lömuðu fólki styrk til að td. labba ? ef það er ekki hægt (ekki nefna kraftaverk.)
Af hverju má ég ekki nefna kraftaverk? Hvað eru 2+2? Ekki segja 4. Þér finnst þessi samlíking sennilega vera allveg út í hött en hún er sennilega ásættanlega fyrir bókstafstrúarfólk.
Ég tók bara þátt í þessum umræðum til að benda á hversu erfitt er að sannfæra of trúað fólk og enn og aftur ætla ég að benda á það að fæst ef ekki allt sem að ég skrifaði eru ekki mínar skoðanir.
Þú getur svo sem haldið þessari umræðu áfram og ég gæti haldið áfram að koma með misgáfuleg mótsvör sem að heittrúað fólk gætti sætt sig við en ég einfaldlega nenni því ekki.
Bless bless :)