Hvaða KJAFTÆÐI ertu að segja? Þú hefur greinilega
ekkert kynnt þér Islam/múslima en bara hlustað á fáfræði sem fjölmiðlarnir gefa þér,
Guð segir HVERGI í Kóraninum að fara eigi í stríð! Þvert á móti talar hann sterkt á móti stríði. Ég er ekki að neita því að múslimskir hryðjuverkamenn séu ekki til, en ertu að reyna að segja mér að það séu ekki líka til kristnir hryðjuverkamenn?
Hvað með nýnasista í Bandaríkjunum sem veifa um Biblíunni og lemja útlendinga?
Berjist fyrir málstað Guðs gegn þeim sem á yður herja. En hefjið eigi áras, því ekki eru árasarmenn Guði að skapi.
Þetta er tekið beint upp úr íslensku þýðingunni á Kóraninum. Margir múslimskir terroristar nota einmitt þessa setningu til þess að réttlæta málstað sinn, en þeir “gleyma” alltaf að hafa með “gegn þeim sem á yður herja.”
Nákvæmlega sami hluturinn hefur verið gerður við setningar og frasa úr Biblíunni.
Trúarbrögð eru ekki slæm, heldur fólkið sem stundar þau! Ef þú ætlar að nota trúarbragð sem er í sjálfu sér gott til þess að réttlæta eitthvað slæmt, þá er eitthvað að ÞÉR en ekki trúinni.