Veit ekki hvað er í gangi. Bý í nýju húsi, erum fyrstu íbúendurnir. Í húsinu eru 2 hæðir, á neðri er eldhúsið, talvan, og 2 svefnhefbergi. Á þeirri efri er svo bara herbergið mitt. Núna sit ég í tölvuni inni í sér herbergi niðri, þetta herbergi létum við gera í staðin fyrir að hafa svona “patio” eða svona port (?). Ég á lítinn bróðir, og herbergið hans er við hliðina á tölvuherberginu. Það er gluggi á milli. Núna er hann opinn.
Bróðir minn fékk leikfangahund í jólagjöf, núna er hann byrjaður að gelta uppúr þurru, en venjulega á hann að þufa snertingu á höfuðið.
Fyrir 2 árum (3 ef ég tel 2007) átti hann svona jólasvein, ef þú ýttir á magan á honum þá átti hann að syngja. Hann var byrjaður að syngja upp úr þurru, þó að hann væri búin að blotna og allt! (Mér finnst líklegra að þetta hafi verið ýmindun..)
Þar áður var það óróinn, á undan því ruggustóll sem ruggaði í tíma og ótíma..
En já, á efri hæðinni er einginn núna, en samt er eins og það sé heill skemmtistaður fyrir ofan mig, fyrir utan tónlistina samt. Ég meina ég heyri stundum fólk tala!
Var svona að velta því fyrir mér, á ég að fara til: sálfræðings og heyrnarlæknis, eða miðils?
Bætt við 3. janúar 2007 - 16:04
OK. Síminn hringdi, ég fór fram, leikfangskvikindið var komið í hinn endann á herberginu, allveg uppvið veginn.
Ég leit á klukkuna og sá að mamma var of sein í að ná í systir mína vakti mömmu og hún var að fara. Hundurinn er hættur og lætin uppi líka!
Svarið við þessu að ofan: ég verð heima:)