Ég var veik fyrir stuttu, með kvef og hálsbólgu. Einn morguninn vaknaði ég og fór fram í eldhús og settist í stól og þá kom rosalega undarleg tilfinning yfir mig, mig svimaði og leið eins og að það væri að líða yfir mig og var næstum því búin að æla, svitnaði og leið allveg hryllilega. Ég stóð upp og ætlaði aftur upp í rúm og þá: hvarf það! Og seinna um kvöldið settist ég aftur á sama stað og sama tilfinning kom. Þá stóð ég vara upp og settist inni í stofu, og þá varð það allt í lagi.
Ég æli mjög sjaldan svo að þetta er ólíklega bara út af því að ég var veik, og ég hef búið í sama húsi frá því að ég fæddist.
Á þetta eðlilega útskýringu eða er þetta dulspeki?