fékk martröð um.
Það var kvöld og kalt í veðri. Ég var staddur í
fjallakofa líklegast eitthverstaðar á hálendinu.
Það var kolniða myrkur úti og þarna sat ég einn
í næði og át brauð og drakk vatn við lítið borð
í þessum gamla kofa.
Kofinn hefur ekki verið stór kannski ekki nema
eitt svefnherbergi og síðan lítil stofa sem
þjónaði sem eldhús og afþreyingar rími.
Þessi kofi var ekki alslæmur því hann var
einhverra hluta vegna með rafmagnslýsingu og
þarna í hálendis myrkrinu var þetta frekar aðlaðandi staður til að gista á. Klósettið var
upplýstur úti-kamar sem ég gat séð út um gluggan
þar sem ég sat og nærðist.
Þegar ég hafði lokið við máltíðina settist ég í
þreyttan sófa í stofunni og horfði út um
gluggann og byrjaði svo að skoða gestabók hússins.
Það fyrsta sem hræddi mig svolítið þarna var að
einhver hafði tekið upp á því að krota alla
bókina út í rúnum, hver síða var fyllt með letri
sem ég gat alls ekki skilið. Ég þuklaði á
bókinni og það var eins og e-h hafði jafnvel tálgað rúnir í kápuna. Þær líktust íslensku
fúþark rúnunum en voru samt óhugnalegri og
máttugri í útliti.
Það var þá sem ég tók eftir því að einhver stóð
fyrir utan svolítið frá húsinu þar sem skugginn
mætti ljósinu. Ég sá hvernig glampaði á þann sem
þarna stóð. Mér brá svolítið setti rifu á gluggann og kallaði: “Viltu ekki koma inn úr
kuldanum?”
Þá byrjaði manneskjan sem þarna stóð að glotta,
og ég sá hvernig ljósið lék um daufa andlitsdrættina þóttist sjá hvernig skein á
tennurnar. Það var ekki nema í nokkrar sekúntur
sem ég gat fylgst með verunni því hún tók fljótlega á rás inn í myrkrið. Ég varð furðulostinn yfir þessu, hversvegna hún myndi ekki vilja koma inn í hlýjuna þannig ég varði nokkrum tíma þarna agndofa starandi út í myrkrið.
Nokkrum tímum seinna þegar ég gat loksins hugsað
um e-h annað fann ég hvernig mér varð mál að nota kamarinn. Ég var í nokkrar mínútur að finna
kjarkinn innra með mér til að halda út í kuldann. Ég hljóp loks út á kamarinn og lokaði á
eftir mér. Frá kamrinum gat ég séð húsið út um
rifu á hurðinni.
Ég reyndi að horfa ekki mikið út um rifuna því
ég hræddist hvað gæti leynst þarna úti. Þegar ég hafði lokið mér af spretti ég svo aftur yfir í húsið.
Nú var þreytan farin að hellast yfir mig og ég
gat vart beðið eftir að henda mér í rúmið. Ég
slökkti frammi, fór inn í herbergið og lokaði að
mér. Herbergið var ekki stórt en það rúmaði samt
einhvers konar ritunar borð, stól og fataskáp.
Það liðu ekki nema 2 sekúndur frá því að ég
slökkti ljósin og lætin byrjuðu. Ég heyrði fyrst
skært öskur koma frá fjöllunum í kring. Lætin
færðust nær og þar til loks ég heyrði þrusk og
brak í kringum húsið. Það var þá sem ég ákvað að
felast inn í skápnum. Þessi vera sem framkvæmdi
öskrið gat ekki verið mennsk. Þarna sat ég á
botni fataskáps í fjallakofa með litla sem enga
byrtu lafhræddur við það sem leitaði að mér. Ég
heyrði hvernig hurðinni var lostið upp og heyrði
eins og hófa ganga um gólfið ég barðist um innra
með mér til að brotna ekki og fara að öskra.
Þarna sem ég sat skelfingu lostinn sá ég gegnum
rifu milli hurða skápsins drottnara myrkvanna sjálfan.
Þá vaknaði ég og þá var ég öskrandi.
Never take life seriously. Nobody gets out alive anyway.