Já, gott og blessað að þér skuli finnast það vinur minn :)
Það er líka allt í lagi að sýna smá tillit til fólks hérna sem er að leita eftir ráðleggingum eða útskýringum, eða einfaldlega bara að segja sína reynslu af einhverju. Það er afskaplega leiðinlegt að fá einhver leiðinleg og köld svör á sig þegar maður er að opna sig um eitthvað svona.
Kannski finnst þér þú vera að útskýra eitthvað fyrir einhverjum, en ég held að enginn vilji heyra að þeir séu geðveikir, eigi að leita sér hjálpar, eða sætta sig við að þetta sé svona en ekki svona.
Taka tillit til fólks í staðinn fyrir að lesa yfir því með misskaldhæðnum svörum. :)
Bætt við 6. janúar 2007 - 17:52
Ekki taka því þannig að ég sé eitthvað að ráðast á þig eða að ég sé að saka þig einan um þetta, því það er nú ekki svoleiðis, þótt þú hafir nú alltaf verið áberandi hérna ;)
Þrátt fyrir þínar skoðanir og þín tilsvör (sem er nú stundum lúmskt gaman að) þá veistu að mér líkar nú vel við þig hehe ;o)
./hundar