Það er nefnilega spurning hversu rétt það er.
Einu heimildirnar um umræddan jesú voru ekki skrifaðar niður fyrr en meira en 70 árum eftir að hann dó, en voru varðveittar munnlega fram að því.
Auk þess skrifaði hann ekkert sjálfur.
Ég held að það sé alveg hugsanlegt að hann hafi verið til, en ég held að þú sért talsvert að ofmeta líkurnar á því. (Ég er ekki að tala um bara einhvern jesú, heldur þann sem er talað um í stórum hluta nýja testamentisins.)
Hvort sem hann var til eða ekki, þá er það nokkurnvegin á hreinu að gvuð er ekki, hefur ekki og mun aldrei vera til, þannig að tilvist Jesú segir voðalega lítið.
Annars getur maður leyft sér að efast um sögur sem varðveitast munnlega, þeir sem hafa lesið Njálu vita að Gunnar var syndur eins og selur, gat hoppar hæð sína í loft upp í fullum herklæðum ofl., það gæti samt alveg verið að hann hafi verið til og hafi verið sæmilega fjörugur.