Í bókinni Conversations with God eða “Samræður við Guð” er hann einhvernveginn svona.
Í þeirri mynd sem þú raunverulega ert.
Það er ekki hægt, því ég hef enga mynd eða lögun sem þú myndir skilja. Ég gæti valið einhverja mynd eða lögun sem þú gætir skilið, en þá myndu allir gera ráð fyrir því að það sem þeir hefðu séð væri hin eina mynd og lögun sem Guð hefði, frekar en mynd eða lögun Guðs,- sem er ein af mörgum.
Fólk trúir að ég sé eins og það sér mig fyrir sér, frekar en það sem það sér ekki. En ég er hið mikla og ósýnilega, ekki það sem ég skapa mér að vera á einhverju einstöku andartaki. Á vissan hátt er ég það sem ég er ekki. Það er frá þessu er ekki sem ég kem og til þess sný ég alltaf aftur.
Samt, þegar ég kem í einhverri sérstakri mynd, mynd sem ég held að fólk geti skilið mig í, þá úthlutar fólk mér þeirri mynd til eilífðar
Og komi ég í mismunandi myndum til fólks, þá myndu þeir fyrstu segja að ég hefði ekki birst hinum, vegna þess að ég leit ekki eins út fyrir þeim, eða sagði sömu orðin, svo hvernig hefði það átt að geta verið ég?
þú skilur því að það skiptir ekki máli í hvaða mynd eða með hvaða hætti ég birtist. Það væri sama hvaða hátt eða mynd ég myndi velja til þess, ekkert af því myndi vera óumdeilanlegt.
Ég hvet fólk að lesa þessar bækur. Ef það var eitthvað fleira þá gæti ég haft meir en þetta upp.
Takk fyri