Gamalt svar mitt frá gömlum korki um sama hlut:
Til gamans má geta að það er ekkert yfirnáttúrulegt við andaglas.
Glasið hreyfist vegna hrifa sem kallast “ideomotor effect” og eru undirmeðvitaðar hreyfingar en ekki dulrænar á neinn hátt.
Prófið til dæmis að hafa bundið fyrir augun næst þegar þið farið í andaglas og látið einn sem er ekki með hönd á glasinu skrifa niður hvað gerist. Í langflestum tilfellum kemur bara eitthvað rugl út enda ekki um neina anda eða önnur yfirnáttúruleg fyrirbæri að ræða í fyrsta lagi.
Þið þurfið því ekkert að óttast þegar þið farið í andaglas. Andaglas getur þó verið spennandi leikur sem gæti leitt í ljós hugsanir frá undirmeðvitund þáttakanda.
Hægt er að lesa meira um þetta hér:
http://skepdic.com/ouija.htmlhttp://skepdic.com/ideomotor.htmlhttp://en.wikipedia.org/wiki/Ouijahttp://en.wikipedia.org/wiki/Forer_effect