Það eru fáir svokallaðir menntaðir dulspekingar til (raunar enginn, því starfsheitið er ekki til). Hins vegar eru til dulsálfræðingar. Það eru sálfræðingar sem leggja áherslu á að kanna dularfull, yfirskilvitleg fyrirbæri eins og miðla, drauga og þannig hluti. Raunar með því markmiði að afsanna þá eða útskýra hvers vegna þeir gerast (yfirleitt frá sálfræðilegu eða eðlisfræðilegu sjónarmiði). Ef það er ekki hægt kallast atburðurinn yfirskilvitlegur. Það þýðir samt ekki að hann orsakist að framliðnum öndum eða eitthvað álíka. Orðið yfirskilvitleg táknar að ekki er hægt að sýna fram á orsök atburðarins, ómögulegt er að sanna eitt né neitt, ekki sé til nóg þekking til þess. Dulsálfræðingar fást ekki við galdra, spádóma og þannig lagað. Það fellur undir dulspeki. Hitt er dulsálfræði/dulfræði (sem gæti túlkast sem geiri undir dulspeki). Ég veit ekki um neina dulsálfræðinga hér á landi. Þó veit ég til þess að dulsálfræði er kennd við Háskóla Íslands, þannig að þú gætir kannað það þar ef þú vilt. Hins vegar myndi ég telja að þeir sem mikið “viti” um dulspeki séu bara vel lesnir, en auðvitað er ómögulegt að sanna það. Þú getur gluggað yfir nokkrar greinar hérna og pikkað út þær sem að höfundar þeirra virðast vita meira nefi sínu og sent þeim skilaboð eða eitthvað. Anyways… ég nenni ekki að skrifa meira.