Hvað varðar andaglas hef ég alltaf verið á mörkunum á að trúa á þetta.
Ég fór með árganginum mínum í skólaferðalag og á kvöldin voru mjög margir að fara í andaglas og bara eitthvað svona grín. Ég var búin að lofa sjálfri mér að fara ekki í þetta því mér finnst þetta ekki til að vera að grínast með. En þar sem að allir voru að tala um þetta þá varð ég forvitnari og ákvað að prófa. - Hópþrýstingingur ;)
Við náðum strax sambandi við anda sem sagðist vera góður. En þegar leið á fór sagðist hann vilja tala við einn af okkur. Við leyfðum honum það en þegar hann fór að tala of persónulegt þá báðum við hann um að hætta - en hann leyfði okkur það ekki. Við báðum hann um það fimm sinnum og svo loksins leyfði hann okkur að fara.
Einn kennarinn sagði okkur svo að þetta tengdist rosalega sálfræði og andaglas væri bara eitthvað sem væri að gerast í undirmeðvitundinni á okkur. Mér finnst vera dálítið vit í því - að undirmeðvitundin sé að reyna að ná samband við okkur?
Hvernig finnst ykkur andaglas og trúið þið á þetta?
.