ég hef aldrei sett inn drauma hérna. en ég hef ákveðið að vera ófeiminn og láta reyna á það. svo er mál með veksti að mig dreymdi mjög skrítinn draum um daginn, skritnari en sennilega flestir draumarnir sem ég hef lesið hérna (ekki að ég sé að gera lítið úr þeim). en hann var svona
ég var inní einhverju herbergi og var að tala við tvær konur. báðar skygnar og aðra þekkti ég, þær voru að útskýra eitthvað mjög mikilvægt fyrir mér sem ég því miður man ekki hvað var. allt í einu varð allt mjög óraunverulegt og allt fór í svona öldur (erfitt að útskýra) og raddirnar byrjuðu að bergmála í hausnum á mér.
síðan vaknaði ég aftur uppí herberginu mínu og fór fram að busta tennurnar mínar, mér leið svona heldur skringilega (eins og ég væri í nokkurskonar vímu). síðan fór ég til mömmu og fór að útskýra þetta fyrir henni. mér fyndist þetta allt eitthvað svo skrítið og útskýrði fyrir henni drauminn. hún sagði bara “mér hefur oft liðið svona”. svo kom þetta ástand upp aftur og ég vaknaði aftur uppí rúminu mínu.
þetta sinn voru vinir mínir að banka uppá hurðina mína og ég fór á fætur og talaði við þá. sgaði þeim frá öllu, við fórum fram og ég man ekki eftir öllu sem við gerðum. en þetta sinn var draumurinn aðeins lengri. þetta endaði allavega með því að það kom gamall maður (sem ég hef nokkrum sinnum séð en þekki ekki, eitthvað við hann áberandi) með sverð og réðst til atlögu á mig. ég skíthræddur og reyni að bakka og hann bara hlær. ég bakka í rúmið mitt og hann tekur upp sverðið og segjir “þú getur ekki flúið”.
þá vaknaði ég upp, kveikti ljósið og þá var búið að skrifa útúm allt herbergið allskonar setningar t.d. “lífið er draumur”. ég varð allveg logandi hræddur. og hljóp útum herbergið og sagði pabba þetta. ég íhugði að stökkva fram af brú til að fremja sjálfsmorð. en þá first uppgötvði ég í hverju ég var staddur. mér leið eins og heimurinn væri endalaus vítahringur þar sem að ef ég mindi deyja þa mindi ég alltaf vakna upp aftur og ég mindi örugglega aldrei vakna upp aftur.
stuttu síðar vaknaði ég aftur, ekkert búið að skrifa á veggina. eins og í hvert skipti sem ég vaknaði þá hélt ég að ég væri í allvöruni vakandi sem er eitt það mest “spooky” við þetta. ég man þetta ekki greinilega en þegar ég kom inní stofuna var öll fjölskyldan í henni. gamli maðurinn kom og ef ég man rétt drap fyrst systur mína ég flúði, ég veit ekki hvað varð um restina af fjölskyldunni en hann réðst allavega í hjónaherbergið þar sem ég faldi mig stuttu síðar. hló og útskýrði að ég gæti ekkert komist undan. það gerðist það sama og síðast
ég vaknaði uppí herberginu mínu og var allveg logandi hræddur. allt miklu raunverulegra og ég hlaut að vera vakandi. en þetta stóð alltaf í mér. ef ég er ekki vakandi, mun ég einhverntíman vakna? ég fór á bað herbergið og búinn að vera að dreyma í smá stund og ekkert skrítið búið að gerast. búinn að vera að spjalla við pabba og allt það, síðan fór ég inná klósettið, leit í speigillinn… sá ég ekki manninn aftur, ég leit skít hræddur við og sá hann ekki, en hinum meginn við mig var spegill sem ég sá hann svo í (semsagt sá hann bara í speglinum). ég bara nei, aftur draumur!! svo birtist hann úr loftinu með sverðið sitt. og gerði atlögu með sverðið sitt.
ég vaknaði aftur, þessi draumur var líka frekar langur. pabbi var einn inní stofunni með kaffi bolla og ég sagði honum frá martröðinni sem ég “hefði fengið” og hann hlustaði, þetta var aðeins mildari draumur. ekkert hræðilegt gerðist og þetta endaði bara með því að þegar ég opnaði skápinn til að ná í tannkremið þa varð allt rosalega skrítið og ég datt og vaknaði aftur.
í þetta sinn í raunveruleikanum í allgjöru svitabaði, mirkur og herbergið miklu minna en í draumnum.
samt skrítin martröð, að dreyma að maður sé að dreyma og að maður sé að dreyma og maður geti ekki vaknað, svona endalus vítahrindur eins og heimurinn sé bara draumur.
ég hef ekkert verið á þessu áhugamáli, datt bara í hug að þið draumaáhugamenn hefðuð gaman að því að lesa þetta