Mig dreymdi í nótt að ég og fjölskyldan mín vorum að skoða nokkur eyðibýli. Svo sáum við að það hafði kveiknað í húsinu en það var bara kviknað í gluggunum, húsið sjálft var ekki að brenna. Við litum inn um gluggana, þrátt fyrir að það væri kviknað í þeim, logarnir slokknuðu þegar við litum inn. Þar sáum við gömul hjón steinsofandi í gömlum sófa. Þau voru svo gömul að okkur fannst ekki taka því að bjarga þeim, en við héldum áfram að kíkja innum gluggana. Síðan sá ég borð með þremur kanínum á. Þær voru allar eins, með eyru eins og þyrluspaða og blá augu. Við systir mín ákváðum að fara inn og bjarga þeim. Það voru engar dyr, bara gat eftir þær. Við fórum inn, og þegar ég kom að borðinu voru komnar allt öðruvísi kanínur. Sú fyrsta sem ég tók var á stærð við mús, og held að hún hafi meirað segja verið með hala. Hún var grá. Sú næsta var hvít með gráum doppum, venjuleg á stærð. Sú síðasta var risastór brún kanína. Ég hélt á þeim, og við systurnar gengum aðeins um húsið, það var dimmt þarna, þó sól og blíða væri úti. Það var líka mjög skítugt þarna. Við fórum inní stofuna og sáum að gömlu hjónin voru að vakna. Mér fannst ég kannast við þau og við ákváðum að hjálpa þeim út. Þegar við vorum búnar að koma þeim út, vaknaði ég ……….
Þegar ég fór í skólann daginn eftir, fattaði ég af hverju ég kannaðist svona vel við kallinn, hann leit alveg eins út og kennarinn minn, bara orðinn mjög gamall.<br><br>sabrina