Í grófum dráttum…
Árur eru litrík orkusvæði sem umlykja fólk og hluti. Hver litur táknar mismunandi hluti varðandi manneskju eða hlut.
Með því að skoða árur er sagt að maður geti séð hvernig einhver hefur það andlega og líkamlega.
Til þess að sjá Árur:
Horfðu á brúnina á hlut eða manneskju. (mæli með sterkum litum, eldrauðum og bláum),
taktu augun úr fókus og halltu þeim þannig, horfðu á litaða svæðið sem myndast við brúnirnar.
Haltu áfram að horfa þangað til þú sérð meira og meira af litnum/litunum.
Litirnir eru sem sagt árur
Árur sjást best í daufu ljósi, hafðu ljósan bakgrunn og slappaðu af.
Merkingar litanna:
(það eru skiptar skoðanir um hvað þýðir hvað en í aðalatriðum er þetta oftast svipað)
Rauður: Litur krafts, sterkrar ástríðu og vilja.
Dökkrauður: Gæti sýnt einhvern skapstóran og óöruggan
Appelsínugulur: Hlýja, hugulsemi, sköpunargáfa
Dökkappelsínugulur:Stolt eða hégómi
Gulur: Hugsun, lærdómur, viska
Dökkgulur: Heilbrigður, feiminn, fer vel með sig
Grænn: Samúð, rólegur, traustur
Dökkgrænn: Óviss eða afbrýðisamur
Blár: Rólegur, þögull, afslappaður
Dökkblár: Andlegur, veit hvað hann vill
Svart: Vernd, gæti þýtt að hann sé að fela eitthvað, hræddur, sumit halda að svartir blettir í áru þýði að það sé eitthvað að.
Hvítt: Hreinleiki og sannleikur
Litir eiga sínar eigin árur
ef þú horfir á hlut sem er einhvern veginn á litinn sérðu áru sem er af andstæðum lit í litrófinu.
Andstæðan við rauðan er grænn. Ef þú reynir að sjá áru manns í rauðri peysu muntu sjá græna áru.
Hún kemur frá peysunni.
Ef maðurinn er í blárri peysu sérðu gulan lit. Hann kemur frá bláu peysunni.
A.T.H : Ég ber nákvæmlega enga ábyrgð á þeim upplýsingum sem felast í þessu svari og ég veit að það er hellingur
af fólki sem finnst þetta vitleysa. Það getur vel verið og eru stórar líkur á því að þetta sé allt bara
tóm vitleysa. Mér er nákvæmlega sama svo vinsamlegast hlífið mér við kommentum á allri vitleysunni sem er
hérna fyrir ofan. Ég þekki þessa vitleysu, ég skrifaði hana. Takk fyrir.