Undanfarnar vikur/mánuði hefur mig verið að dreyma sama drauminn aftur og aftur, ég er buinn að leita í drauma ráðninga bækur, og ekkert virðist geta hjálpað mér að átta mig á þessu
Draumurinn hljóðar svona:
Ég er úti og er með blöðru í bandi, svo byrjar mikið rok og blaðran byrjar að takast á loft, og ég vil ekki sleppa henni, svo þegar ég er kominn uppá ákveðna lofthæð sé ég eftir því að hafa ekki sleppt henni, held áfram að svífa áfram í loftinu og ég veit að blaðran þolir ekki svona mikla þyngd og ég heng þarna og bíð eftir að hrapa niður og lífið endi, enn mér hefur aldrei dreymt að ég hafi hrapað, er bara að undirbúa mig undir að falla.
Endilega komið með kenningar.