Mundi allt í einu eftir draumi sem mig dreymdi fyrir nokkrum nóttum :/ og spáði mikið í þegar ég vaknaði.
Ég var heima hjá kærastanum mínum, nánar tiltekið heima hjá systur hans. Nema hvað garðurinn var breyttur, komin fleiri tré. Ég er að labba um garðinn og velta fyrir mér hvað sé mikið af hreiðrum með eggjum í (voru 2-3 hreiður í hverju tré og egg í þeim öllum) og bara hvað þetta sé yndislegt þegar ég allt í einu tek eftir að eitt eggið er brotið. Þá fer ég að líta í kringum mig og sjá að búið er að brjóta flest eggin og þegar ég finn heilt egg sé ég að unginn er að klekjast, hann er samt ekki fyrr klaktur úr egginu þegar stór fugl kemur og hrifsar hann og étur.
Ég stend og stari og veit ekkert hvað ég á að gera þegar móður fuglinn kemur fljúgandi og ræðst á þann stóra, sem ver sig og heldur svo áfram þessari yðja, skemma eggin og éta ungana.
Ég stend þarna í losti þegar kærastinn minn kemur út að tékka á mér og ég hleyp í fangið á honum. Þar sný ég mér við og horfi á stóra, ljóta fuglinn fljúga burt.
Eftir það vaknaði ég…