Það var vegna þess að það voru einfaldlega örlögin sem réðu því. Guð hjálpar ekki eða uppfyllir óskir eftir þörfum, hversu margir það eru sem biðja.
Meðan við erum á Jörðinni þurfum við að bjarga okkur sjálf, horfast í augu við raunveruleikann. Því þegar tími okkar er liðinn hér, á Jörðu, förum við til Himna. Þar er allt hægt, engin vandamál, engar áhyggjur engir óvinir.
Vist okkar á Jörðinni er til að gera okkur reyndari, sterkari, líkamlega og andlega. Guð vildi ekki skapa verur í ríki sínu sem hafa aldrei upplifað erfiða tíma og aldrei átt óvini, þess vegna bjó hann til aðra veröld, okkar veröld, sem við lifum í áður en við förum til Himna og aðeins hinir liðnu og Guð vita hvað bíður okkar þar.