Mig langar að deila með ykkur draum sem mig dreymdi þegar ég var pínulítill, man ekki hvað ég var gamall nákvæmlega.
Hann hljómar semsagt þannig að ég er uppí rúmmi hjá mömmu og pabba og er sofandi á milli þeirra (læddist oft þangað uppí þegar ég var lítill Oo). Svo heyri ég hljóð uppi í andyri, einskonar marr í millihurð sem við höfðum nýverið sett upp.
Svo heyri ég þennan háa hlátur og hann kemur nær og nær, ég reyni að vekja mömmu og pabba en sama hvað ég geri þá rumska þau ekki. Fyrr en ég veit af þá er þessi vera komin inn í herbergi mömmu og pabba, ég get best lýst henni sem einskonar trölli, eða það fannst mér á þeim tíma. “Tröllið” byrjar svo allt í einu að kítla mig á iljunum eins og brjálaðingur. Þar með endar draumurinn.
Ég veit ekki af hverju en ég man þennan draum alltaf lang best af öllu sem mig hefur dreymt og hef ekki hugmynd hvort hann hefur átt að tákna eitthvað