Já, öll trúum við á ólíkt. Jafnvel þótt fólk aðhyllist undir sama trúathingy þá er ég alveg viss um að þegar fólk pælir í því þá trúir það á svo ólíkt. Afhverju held ég það? Því við höfum svo ólíkar skoðanir á þessu. T.d. ég.. Ég gæti talist sem trúleysingi, en ég held að enginn sé alveg algerlega trúarlaus. Ég meina, ég trúi ekki á guð einsog hann er í bíblíunni, ég held að ‘Guð’ sé bara það sem maður vill að hann sé, t.d. Ef ég vill trúa á hamingjuna, þá er ‘Guð’ Hamingjan. Og svo má lengi telja. Ég trúi ekki á biblíuna, þetta er góðar dæmisögur, allt í því fína með það en ef ég þyrfti að velja eina trú eftir dæmisögum þá myndi ég velja Gríska trú. Fyrsta lagi eru sögurnar það bara fallegar og ég hef áhuga á henni. Þetta er allt svo líkt, þetta eru bara sögur finnst mér, það er alltaf einhver sem sveik góða kallinn, vont og gott að berjast, svart og hvítt. Grísk trú, Herkúles sonur Seifs fór til jarðarinnar. Jésú sonur Guðs fór til jarðarinnar, svona svo maður taki dæmi. Ég trúi ekki á Jesú einsog í biblíunni, ég trúi ekki á hann sem son guðs. Ég trúi á Jesú þannig að hann hafi verið spámaður, svona rétt einsog Múhammeð, sem Kristin trú btw viðurkennir ekki að hafi einhverntíman verið til en þeir sem trúa á Múhammeð viðurkenna Jesú sem spámann. Mér finnst kristin trú vera þröngsýn, þar er það svona. Það er einn aðal kallinn og hann hefur ALDREI rangt fyrir sér, Guð. Í þeirri trú má ekki hylla aðra, þá kemur Guð og drepur fólkið… Hey, öll höfum við hyllt einhvern annann.. afhverju er ég þá ekki dauð?
…. Ég meika örugglega ekkert sense, do I?
Það sem ég er basucally að segja að ég trúi ekki á ‘Guð’ per say, ekki einsog í biblíunni allavega. Hann er eitthvað sem ég ákveð að trúa á! Og hana nú! Ef ég er að biðja til guðs, þá bið ég til það sem ég vil að hann sé.