Mín skoðun byggist á samblandi af Ísfólkinu eftir Margit Sandemo og svo kenningunni um himnaríki, ég held að fólk fari bara á þann stað sem það vill fara á. Það fólk sem trúir að það fari í himnaríki fer þangað og fer í sitt eigið himnaríki, allir hafa sína skoðun á hlutunum, svo eru mörg trúarbrögð og ég trúi því bara ekki að allir sem hafa lifað á allri jörðinni verði saman komin einhvers staðar, það er bara garantering á “helvíti”.
Sko, ég er aðallega að meina það að þú ferð þangað sem þú vilt fara, eða það gætu verið aðrar víddir samsíða okkar, og þegar skyggnt fólk sér “drauga” er það í rauninni bara að sjá aðeins í gegnum “blæjuna”. Ég meina, það sjá allir fólk útundan sér, en þegar þú snýrð þér við til að tjékka á hver þetta er er enginn þarna. æjji vá hvað ég get talað um þetta hehehe