Ég var einu sinni rosalega niðri fyrir, svona ári eftir að afi dó, ég var það slæm að ég var búin að gráta í 3 tíma og fannst sálin á mér vera að springa. Allavegana ég græt mig í svefn og dreymi það að afi hafi komið til mín og talað við mig og huggað mig og svona, svo vakna ég og finn fyrir þunga á rúmgaflinum þar sem afi hafði setið í draumnum og ég fann hann fara svona hægt og rólega í burtu
Ég var að bíða úti í bíl eftir kærastanum, hann var bara aðeins að skjótast inn að ná í eitthvað. Ég sat í aftursætinu beint fyrir aftan bílstjórasætið vegna þess að framhurðin farþegamegin var biluð, en allavegana. Rétt eftir að hann fer þá finn ég að manneskja (kvenkyns) sat við hliðina á mér og ég fann einnig að hún var ekki góð. Ég var skíthrædd. En svo heyrði ég að einhver var að labba fyrir utan bílinn, en ég sá engan, manneskjan var hinum megin við bílinn, en svo heyrði ég að það var hlupið í áttina að hurðinni minni og ég læsti (fannst það nóg til að bægja honum frá) btw. þetta var karlkyn. En allavegana, stuttu seinna kom kærastinn minn og stelpan var ennþá við hliðina á mér, ég allavegana sagði við hann að flýta sér og mér fannst rosalega skrítið þegar hann spurði mig upp úr þurru “hvað sögðu þau?” Þetta var s.s. fólk sem telur sig eiga heima í innkeyrslunni hjá honum, og á akkurat þeim stað sem þau voru á vex ekki gras, runni eða neitt annað.