ég var eitt sinn blaðberi og það var tvö hús sem mig langar að deila hérna með ykkur…
ég vaknaði kl.4 um nóttina til að bera út,leit útum gluggan og sá aðþaðvar dimmt,slidda og hálka..ég hugsaði með mér hvort ég ætti að sleppa þessu því að það hafði gömul kona dáið í einu húsinu sem var mjög náin mér,ég fór oft að kaupa mjólk handa henni..en ég lét mig hafa það og fór að bera út…fyrsta húsið sem ég lét blað innum lúguna,bjó klikkaður hundur að nafni hrólfur.Ótaminn,og klikkaður…gelti á mig og tafði svefnfriðinn minn…ég lét eins og hann væri ekki þarna og kastaði blaðinu í garðinn…svo þegar ég var búinn að bera út í nokkur hús fór ég að flýta mér og rann í hálkunni í húsinu sem gamla nána konan bjó í.Ég lá á jörðinni í miklum sársauka og leit upp þá sá ég konuna mjög óskýra…Ég sá að hún hreyfði varirnar en ég pældi ekkert mikið í því hvað hún var að segja því ég var í sjokki…En hún hafði örruglega verið að spurja hvort það væri allt í lagi með mig…en næsta dag dinglaði ég hjá fólkinu sem átti hundinn…konan svaraði mér blíðlega og var eðlileg..Ég spurði hvort hún gæti gert eikkað við þennan hund…Svæft hann,tamið hann,farið með hann uppí sveit eða eikkað álíka því hann var alveg að fara með mig..
Konan kannaðist ekki við neinn hund og leit á mig eins og ég væri eikkað skrítinn..Ég varð furðulostinn og spurði hvort sá sem átti húsið á undan henni hafði átt hund eða eikkað álíka…hún sagði að þegar hún var að kaupa húsið (skoða það) sá hún hund en hann hafði ekkert verið neitt brjálaður og hann hafi verið mjög góður…Ég held í dag að hundurinn hafi verið að reyna að segja mér að það hafi verið farið illa með hann þegar hann flutti úr þessu húsi…því konan dinglaði hjá mér næsta kvöld og sagði að hún hafi kannað málið betur með hundinn og sagði hún að hún hafi talað við hjónin sem bjuggu í húsinu á undan henni og þau hafi sagt að hann hafi verið sendur útí sveit og dáið þar…