Frjálst fall
Ég lendi stundum í því þegar ég ligg í rúminu og er að slappa að eða að fara að sofa að ég finn að það er eins og rúmið hverfi undan mér og ég dett marga metra niður, ég verð skíthræddur og held stundum að ég sé að detta út úr rúminu eða eitthvað, svo er eins og mér sé kippt upp og ég þýt upp þangað til ég finn það að ég klessi á eitthvað og svo vakna ég og skýst jafnvel stutt upp í loftið, mér finnst þetta skrýtinn draumur af mörgum ástæðum til dæmis af því að hann kemur aftur og aftur, út af því að þetta hefur gerst oftar en einu sinni í tilfellum þar sem ég hef ekki sofnað heldur kemur draumurinn í beinu framhaldi af því að ég er greinilega vakandi og liggjandi í rúminu mínu og svo af því að hann er svo raunverulegur að það er ekki eðlilegt. Einu sinni hef ég lent í því að ég finn svona skrítna tilfinningu framaná brjóstkassann svona eins og ég ýminda mér að það sé að verða á viðtökuendanum á rafmagnspúðunum sem maður sér stundum í læknamyndum þegar þeir eru að reyna að lífga mann við með rafstuði og ég skýst langt afturábak (lá á hliðinni) en annars var þetta eins og í hin skiptin. Mér hefur dottið í hug að þetta gæti hafað verið sálin að detta út úr líkamanum en ég er að leita að öðrum skýringum. Er þetta draumur ? Hvernig draumur er þetta eiginlega ? Er til fræðileg skýring á þessu fyrirbæri (og ef svo hver er hún) ? Hafið þið einhverntíma lent í einhverju svipuðu ? Ef þið hafið einhverjar upplýsingar sem gætu skýrt þetta út fyrir mér endilega látið mig vita.