Bara núna í nótt dreymdi mig einhverskonar bíómynd frá sjötta áratugnum eða svo.
Umhverfið var heimavistarskóli. Held samt að enginn hafi verið í skólabúning.
Byrjaði á því að tveir vinir fara að hitta stelpu sem annar þeirra var að deita.
Hún var að selja kaffi og kleinur. Ég man reyndar ekki um hvað þau töluðu en það var bara eitthvað venjulegt. Held um ball eða eitthvað. Svo koma einhverjir leiðinlegir krakkar og reyna að spilla fyrir kaffisölunni. En eru rekin í burtu.
Þið vitið, svona venjuleg, bandarísk unglingamynd.
Svo fara strákarnir og stelpan út þegar hún er komin í pásu. Það er reyndar einhver regla hjá skólastjóranum að fara alltaf úr skónum í andyrrinu.
Svo skyndilega koma bófar klæddir næstum eins og “The SWAT team” nema ekki með neitt merki á sér. Þeir koma og hóta skólastjóranum með byssu og reka svo alla inn í skólann. Samt sem áður segir skólastjórinn krökkunum að fara úr skónum áður en þau fara inn. Þannig að allir verða að klæða sig úr skónum með hendur upp í lofti.
Svo eru þau komin inn í skólann og eru að reyna að hugsa sinn gang.
En Ellie (mig minnir að hún hafi heitið það) þarf að ganga frá sölunni. Vinkona hennar hjálpar henni.
Ég sé fáeina tóma, gamaldags kaffibrúsa og reyktan silung. Ellie reynir að gera gott úr þessu og fer að flauta. Fær sér svo eina sneið af silunginum.
En síðan er eins og hún verði rosalega kærulaus og tekur vinkonu sína upp bara með einni hendi. Er svo bara að sveifla henni um og blístra um leið. Ber vinkonuna meira að segja út úr herberginu, haldandi henni fyrir ofan höfuð sér. Vinkona hennar er furðulega stíf og róleg meðan á þessu gengur.
Svo er skot á strákana og hina krakkana þegar þau taka eftir því hvað Ellie er furðulega sterk. Þau komast svo að því að hún fékk sér silung (sem þótt er kallað kjöt í draumnum). Svo er líka komist að því að hún missir krafta sína eftir smá stund.
Eftir þetta vaknaði ég.
Gæti verið bara bull og ekki þýtt neitt, mig langaði bara að deila þessu með ykkur.