Ekki vera svona mikið barn, lífið er ekki bara dans á rósum, það einkennist af mótlæti. Það verða alltaf hlutir sem þú þráir en getur aldrei fengið, það er ástæðan fyrir því að ástarljóð og söngvar urðu til í upphafi.
Ást sem er ekki endurgoldin verður ekki áunnin í gegnum “galdra”, lærðu að sætta þig við það sem þú færð ekki breytt og sætta þig við það að galdrar snúast ekki um að breyta veruleikanum eftir þínu höfði, slíkt gerirst eingöngu í kvikmyndum. Galdrar snúast um sjálfvakningu, skilning og þekkingu.
“Ástargaldrar” með rósarblöðum og ilmkertum eru aðeins þvæla sem nýöldin hefur skapað til að græða peninga á unglingum. Þú getur beytt töfrum til að heilla einhvern, þeir töfrar heita Persónutöfrar, eitthvað sem allir hafa.
Og ef það gengur ekki, sættu þig þá við það að þú getur ekki fengið allt sem þú vilt.