Mig dreymdi þetta einu sinni reglulega fyrir svona 2 árum,það hætti svo á tímabili en núna er þetta komið aftur.
Draumurinn er semsagt þannig að ég er með fjölskyldunni minni í sumarbústað,neðst í fjallshlíð. Svo alltíeinu koma svaka drunur sem að enginn heyrir nema ég og enginn hlustar á mig þegar að ég er að reyna að segja þeim frá drununum. Svo á endanum hleyp ég út og sé þetta rosalega snjóflóð koma á einmitt á bústaðinn. Ég hleyp inn og segi öllum en enginn trúir mér. Svo kemur flóðið og ég stend ein eftir. Svo byrja ég að kalla á alla, en enginn svarar. Þá vakna ég.
Getur einhver plís sagtmér hvað þetta gæti þýtt, ég er skíthrædd við þennan draum.