ok þetta er solltið skrýtin draumur.
mig dreymdi að ég væri að labba í hverfinu mínu þegar ég sé vinkonu mína..
ég ákveð að elta hana og sjá hvert hún fer. ég elti hana í blokk sem ég kannast ekki við, en þegar ég er komin inn þá tíni ég henni, og verð frekar fúl með það.
en þegar ég ætla að snúa við og fara er önnur vinkona mín alltíeinu komin við hliðina á mér. og þá hafði hún verið að elta mig.
síðan tölum við e-ð saman um hina stelpuna..
og upp úr þurru kemur einhver kall með vél byssu. hann segir “loksins fann ég þig”(og hlær) og ég spyr hver hann sé og hann segir að hann sé leigumorðingi. (ég man ekki af hverjum hann var ráðin)
en síðan fer hann að skjóta mig í tætlur og vinkona mín flýr grennjandi í burtu.
nema í staðin fyrir að deyja þá spólast draumurinn aftur á bak eins og spóla. allveg að því þar sem leigumorðinginn byrtist og fer með línuna sína.
síðan skítur hann mig aftur og það sama gerist draumurinn spólast aftur á bak.
síðan reyni ég að koma í vegfyrir að hann nái að drepa mig með því að hoppa frá og bara fullt en hann nær mér alltaf sama hvað gerist. svo í e-ð 6 7 eða 8 tilraun minni um að lifa þá næ ég að stökkva á handriðið og sveifla mér einhvernvegin (man ekki allveg)ég fæ í mig skot en ég dey ekki og ekkert spólast til baka ég finn bara mikinn verk en ég veit að ég mun lifa af.
hvað haldi þið að þessi draumur þýði? ef hann þýðir þá eitthvað endilega kommentið ég er forvitinn