Sko…. ég hef dáið 4 sinnum í draumi…..
Í eitt skipti þá stóð ég á gangstétt og fyrrverandi kærasti minn stóð á móti mér og skaut mig beint í hjartastað og mér fannst eins og ég gæti ráðið því hvort ég findi sársaukann eða hvort ég vildi vakna og ég valdi að vakna þegar ég fann sársaukann aðeins…..
Í annað skiptið þá var ég í reiðtúr með einhverju fólki og fór inn í vöruskemmu með þessu fólki en þegar við vorum að fara að koma okkur út þá varð sprenging og ég kastaðist á gadda sem stungust í gegnum bakið á mér og aftur var eins og ég gæti valið hvort ég vildi finna sársaukann eða vakna…. ég valdi að vakna…
Svo voru það tveir dramuar sem voru svipaðir en samt ekki eins….
Annar var þannig að ég var að labba úti í náttúrunni og var að elta einhvern kall…. hann fór uppá einhvern hól og ég elti en allt í einu opðnaðist gat í sandinn undir mér og ég datt ofan í og fékk sand ofan á mig og kafnaði….það var vont…..
Í hitt skiptið var ég í einhverskonar útgáfu af Kringlunni með vinkonu minni að bíða eftir pabba hennar sem hún talar aldrei við….. ég ákvað að fara upp á 3. hæð (3.hæðin var sko út undir beru lofti) og svo allt í einu hrundi öll byggingin og ég fékk steypuklump ofan á mig og kafnaði (ég kramdist ekki eins og ég myndi halda að gerðist þegar steypuklumpur fellur ofan á mann)…..
Og þannig er nú það…… ef að þið gætuð sagt mér eitthvað um merkingar þessara drauma þá væri það frábært…..
Það eru reyndar alveg 2-3 ár síðan mig dreymdi þessa drauma en þeir komu allir með stuttu millibili……
Með kveðju frá hestafríkinni…