Mig dreymdi að það væri aðeins einn stuttur malarvegur til Akureyrar (þar sem ég verð í skóla í vetur) og ég man að ég komst yfir veginn sem var eins konar brú og mjög hátt niður. Ein vinkona mín sem vann með mér var að reyna að komast yfir malarveginn en hann mjókkaði mjög hratt og steplan var alveg að síga niður í gilið með mölinni. Ég man að hún var með þungan bakpoka á sér…en þótt hún væri að detta var hún mjög glaðleg.
Furðulegt!!!!!!!
Gæti þetta þýtt að alveg sama hvað ég er langt í burtu þá heldur hún samt sambandi við mig frá Rvík?