Ég sendi inn draum hingað einhverntíman fyrir löngu;

http://www.hugi.is/dulspeki/threads.php?page=view&contentId=2310642#item2399362

Allavega, þá er mig farið að dreyma þennan draum í sífellu… Bara nú er hann lengri, og það bætist alltaf fleiri og fleiri inní drauminn.

Nú allavega, eftir að ég er skilin eftir alein, eftir að þessi strákur er búin að rotna niður og ég sit alein eftir og hágrenjandi bara, heyri ég hlátur. Fyrst er hann bara léttur, en svo þegar ég stend upp og reyni að fylgja honum eftir og finn alltaf að ég er að nálgast hann, verður hann hærri og hærri, en yfirleitt endar hann þannig að mér finnist einsog ég sé að falla…

Þetta er voða fáranlegt eitthvað, mig hefur dreymt þetta 5 sinnum í þessum mánuði og þetta er virkilega farið að bitna á svefninum…

Hvað haldiði? Er ég bara að hugsa um drauminn svona mikið að mig dreymi hann aftur, eða hefur hann einhverja merkingu?