Ég og nokkrir aðrir úr sveitinni (ég bý sko í sveit) vorum saman komin í einhverr útgáfu af eldhúsinu mínu. Svo kom allt í einu að því að einn af þessum dáleiddu mönnum fljúgandi á einhverskonar fugli/eðlu á leið í áttina að húsinu okkar.
Við í eldhúsinu urðum alveg skelfingu lostin, og földum yngstu börnin inní herbergjum og undir rúmmum. Enginn þorði að gera neitt fyrr en að sá dáleiddi kom inn.
Eins og í svo mörgum draumum um svona yfirnáttúrulegar verur, þá var þessi í svörtum kufli og með hettu yfir höfðinu.
Það sem mér fannst svo skrítið var að mjög fáir voru að hugsa um að gera eitthvað, enginn nema ég og ýmindaði litli bróðir minn, sem hét Börkur karl, og er bara alls ekkert til nema í þessum draumi.
Sá dáleiddi svippti hettunni af sér, og þar sáum við strák sem bjó hérna bara í sveitinni. Enginn var mjög ánægður með að hann hefði verið dáleiddur, því að það þurfti líka samþykki hins dáleidda til að það væri í alvörunni hægt að dáleiða hann. En ég varð algjörlega brjálaður, ég sem vil meina að ég sé heldur skapmildur persónuleiki, hef ekki lennt í slagsmálum síðan eiginlega aldrei, og hef aldrei hugsað mér að svíkja neinn, sá svo þennan strák, sem ég taldi vin minn, ætla að drepa mig og fjölskildu mína og vini.
Ég varð svo brjálaður að ég réðst strax á hann, beitti öllu sem ég gat til að reyna að refsa honum fyrir það sem hann ætlaði sér og hafði gert. Ég öskraði og barði og ýtti og það lá við að ég dræpi hann í draumnum. Ég byrjaði að finna fyrir því að núna hefði ég stjórnina og gat ekki fengið mig til að hætta að öskra á hann fyrr en Börkur litli bróðir minn kom og bað mig að hætta, aðeins 3 ára greyið.
Þá leið yfir mig af áreynslu.
En þá að aðalmálinu.
Þegar ég vaknaði, þá var ég helaumur í hálsinum, alveg eins og ég hefði verið að öskra í alla nótt, og var allur barinn og lurkum laminn. Ég fékk meira að segja nokkra marbletti daginn eftir.
Ég var að spá, gæti þetta eitthvað tengst draumnum, því þegar ég fór að sofa, þá var ég allt í lagi, ég svaf í rúmmi og hefði ekki getað fengið betri skilirði fyrir góðum svefni.
Svo ég spyr:
Mynduð þið telja þetta dulspeki, eða einhverskonar leik hugans með líkaman, að ég hafi einfaldlega lent í því að sjálfur huginn hafi farið að skipa líkamanum að lýða eins og mér leið í draumnum, því að ég var ennþá reiður út í þennan strák, og orkan sem flaut í gegn um mig var gríðarleg.
Ég hef bara alltaf rétt fyrir mér, þannig er það bara.