Hæ ég var ekki viss hvar ég gæti spurt að þessu annars staðar en á dulspeki fyrst að það vantar trúarmál inn á huga eða a.m.k. finn ég það ekki.
En skiptir ekki máli! Ég ætla að spyrja hér spurningu sem ég veit ekki svarið við.

Þið hafið öll heyrt orðatiltakið; Galli á gjöf Njarðar. Nú ég spyr hver var gjöf Njarðar??? Og hvað var að henni???
Það hlítur upprunarlega að hafa verið einhver gjöf sem Goðið/ásinn Njörður gaf en hver var hún??? Plíís ef þið vitið svarið, gerið þið það svarið mér, ég er að deyja úr forvitni!!!!!