Sagnir um Vampírur hafa verið til frá upphafi mannkynsins, þær eru eldri heldur en Bram Stoker og hans skáldsaga um Drakúla. Það var maður að nafni Vlad Teppes III greifi í Walasíu (núna partur af Rúmeníu) á 15.öldinni, já eins og einhver sagði hér að ofan þá þjáðist hann víst af smá hegðunarvandamálum og slátraði mörgu fólki á ógeðfeldan hátt, hann lét seinna kalla sig “Dracula” en það þýðir “Sonur Drekans” eða “Sonur Djöfulsins” .. Þessi einstaklingur varð að hinum alræmda Drakúla (faðir vampírana) í sögu Bram Stoker.
En “vampíran” er mun eldri heldur en þetta, “vampíran” er alheims fyrirbæri og hefur birst í sögusögnum allra menningarheima jarðarinnar, frá Afríku til Asíu og Ástralíu til Evrópu, Suður Ameríku og meira að segja hjá Indíánum. “Vampíran” hefur birst í allskonar formum undir hundrað mimunandi nöfnum eftir menningarheimum. Við köllum þetta fyrirbæri “Vampírur” einungis vegna fjölmiðla sem hafa skapað þetta að mestu.
Vampíra er dregið af Búlgarska orðinu “vampir” sem myndaðist út frá Slavneska orðinu “Obyri” þar sérðu að “vampíra” er aðeins eitt nafn yfir fyrirbæri sem hafa einkennt rökkursögur mannsins nánast frá upphafi, önnur nöfn og form á þessum fyrirbærum eru eftir mismunandi menningarheimum og tímabilum í sögunni,
Dæmi;
Alp (Gemanskt)
Agriogourouno (Makedónískt)
Baobhan Sith (Skoskt)
Dhamphir (Serbneskt)
Draugur (Forn Norðlenska/Íslenska)
“Vampírur” voru aldrei einhver sérstök fyrirbæri sem lýstu sér alstaðar eins, þær eru visst menningarfyrirbrigði sem eiga heima allstaðar, fyrirbrigði sem táknar ótta mannsins við bæði myrkrið, óvinveitta anda og illviljuð öfl úti í náttúrunni.
Vampíru/Varúlfa hugmyndafræðin birtist meira að segja í Snorra Eddu sbr; “…hann fyllist með fjörvi allra þeirra manna er deyja og hann gleypir tungl og stökkvir blóði himinn og loft öll”