Ég kann ekki að ráða drauma og sjaldnast dreymir mig eitthvað sem mér finnst vert að muna eða eitthvað sem ég man lengur en 5 mínútum eftir að ég vakna, en nú hefur mig, tvo daga í röð, dreymt drauma sem mig langar rosalega til að vita merkingu á bakvið..



Í þeim fyrri var ég, ásamt 3 vinkonum mínum, Hildi, Tanju og Guðrúnu, á risastórri grassléttu. Hún náði út svo langt sem augað eygði. Á þessari sléttu voru há og lág tré, og fullt af yfirgefnum og tómum kofum, og girðingar.
Við fjórar vorum alltaf á flótta hlaupandi á milli trjáa, inn og út úr kofunum og troðandi okkur í gegnum girðingarnar. Við vorum alltaf að flýja undan einhverjum, hverjum veit ég þó ekki. Svo komum við allt í einu fram á svona stjörnufræðihús, sem er að skjóta upp flugeldum (alveg hættulausir auðvitað)
en einhvernveginn vorum við allar eins og við værum geðveikar og við héldum að þetta væru sprengjur, svo við vorum allar hlaupandi rosalega hræddar.
Svo allt í einu átta ég mig á því að þetta eru ekki sprengjur heldur flugeldar, og þá hugsa ég með mér að ég geti ekki sagt stelpunum að vera ekki hræddar því þó ég gerði það myndu þær ekki trúa mér.
Svo allt í einu komumst við inn í dökkrautt herbergi, lokað af með þykkum rimlum. Inni í herberginu er hermaður með riffil í hendi.
Hann segir okkur að ef við giskum rétt á gáturnar sem hann setur fyrir okkur þá megum við fara og þurfum ekki að deyja.
fyrst er Guðrún og hún sest í stólinn, og hann leggur spurningar fyrir hana sem hún svarar rétt og hann leyfir henni að fara.
Næst er ég, og þá kemur hann bara með ljósmyndir sem ég veit ekkert hverjar eru, og hann segir mér að giska rétt á myndirnar. Ég veit ekkert hvað ég á að segja, og þá heyri ég fullt af ósýnilegum röddum segja mér að giska á þetta og giska á hitt. Ég veit samt ekkert hvað ég á að gera, og ég man eftir að hann stóð mjög nálægt mér yfir mér með riffilinn, ég átti að fara að deyja og vissi af því, og þá vakna ég.



Síðari draumurinn er að ég er í dimmu niðurgröfnu og risastóru herbergi fullu af fólki sem ég þekki ekki neitt. svo man ég ekki hvað gerðist inni í því en ég var allavega að tala við einhverja stelpu
Svo man ég að ég var ásamt einhverju fólki inni í, hvernig get ég útskýrt það, risastórri leðurlykkju eða hring, og var þessi lykkja eða hringur inni í enn stærra og dimmu herbergi með litlum oddmjóum útgangi. Svo áttum við sem vorum inni í þessari lykkju eða hring að hlaupa öll í sömu átt svo við snerumst í hringi, svo var gat á einum stað á lykkjunni/hringnum og einn fór út úr því í einu og átti að reyna að komast að oddótta útganginum, ef honum tókst það mátti hann lifa en ef ekki átti hann að deyja.
Þegar ég geri kemst ég að útganginum en þá lendi ég aftur inni í lykkjunni/hringnum og þarf að reyna aftur, sama hversu oft ég kemst út þarf ég að reyna aftur..



Mér finnst skrítið að dreyma tvo drauma í röð sem tengjast því að ef ég geri ekki ákveðinn hlut muni ég deyja, og svo finnst mér líka skrítið þetta með raddirnar sem hvísla mér að segja þetta og hitt, og samt viti ég ekki hvað ég á að segja..

Ef einhver hér getur sagt mér einhverja þýðingu fyrir þessa drauma væri ég mjög þakklát.