hmmm.. ég held að allir séu skyggnir í eðli sínu, þ.e.a.s. þessi hæfileiki er inní okkur öllum einhvers staðar, bara blokkeraður.
Til þess að virkja þetta upp á nýju er upplagt að pikka út einhverja sniðuga bók úr dulspekideildinni á þriðju hæð í Mál og Menningu eða sérhæfðum búðum, hafa uppi á fólki með svipuð áhugamál (t.d. Guðspekifélagið við Ingólfsstræti eða ýmis Jógasamtök) og bara taka því rólega. Eins og fyrr var sagt kemur þetta oft í bunum og er stundum of yfirþyrmandi þegar maður skilur ekki upp né niður í þessu, málið er héldég bara að gefa þessu góðan tíma til að ræsast upp aftur og leyfa því svo bara að flæða. Að lesa bækur um viðfangsefnið og stunda reglulega slökun og hugleiðslu kemur þessu af stað, þó það sé auðvitað einstaklingsbundið á hvaða hraða.
Gangi þér vel í pælingum þínum ;)