í dag var verið að sýna þátt á stöð 2 sem var gerður árið 1997 og fjallar um það hvernig veröldin mun líða undir lok árið 2000 :) ég hló mjög mikið að þessum þætti sem var svona bandarískur heimildamyndaþáttur í C-flokki. þulurinn talaði með svona ógnandi röddu og maður heyrði varla í því sem sagt var í þættinum fyrir ógnvænlegu tónlistinni. í þættinum var talað um hvernig einhverjir spámenn í biblíunni og Nostradamus og einhverjir indíánaspámenn spáðu fyrir heimsendi um aldamótin og þessi þáttur hefur örugglega hrætt líftóruna úr ofsatrúarmönnun og taugaveiku fólki. ég ætla samt ekki að fara út í skoðanir mínar á Nostradamusi, biblíu-fávitunum eða nokkrum öðrum spámönnum en ég vill bara benda á það að það á ekki að trúa svona spámönnum, sama þótt að einn af hverjum milljón spádómum er réttur hjá þeim og það á ekki að trúa öllu sem er sagt í sjónvarpinu eða neins annarstaðar.
það var eiginlega allt sem ég vildi segja
——————————