Skil vel hvað þú átt við og hef vissulega lent í þessari aðstöðu sem þú talar um, að utanaðkomandi sem virðast ekkert erindi eiga inn í umræðuna sé að skipta sér að og vera með leiðindi.
Ég vil alls ekki reita neinn til reiði, þið megið trúa því öllu því sem þið viljið mín vegna en það sem vekur áhuga minn á þessu áhugamáli er óbilandi trú fólks á hluti sem, samkvæmt rökhugsun og alþekktum staðreyndum, standast ekki.
Þetta finnst mér mjög merkilegt og þess vegna skoða ég þetta áhugamál.
Varðandi akkúrat þetta langar mig að benda ykkur á myndband sem ég rakst á nýlega á vegum discovery sjónvarpsstöðvarinnar þar sem tilraun var gerð á því hversu mikil áhrif hægt væri að hafa á skynjun fólks bara með því að stinga upp á atburðarrás sem átti sér stað, hvort sem hún gerðist í raun og veru eða ekki.
http://www.exn.ca/video/?video=exn20051121-magic.asxÉg bið ykkur vel að lifa og ef þið eruð ósammála mér verið ófeimin að tjá það.